Nýliðar FH unnu góðan útisigur á Akureyringum, 31:26, í fyrstu umferð N1-deildar karla í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.
FH byrjaði betur og náði mest fjögurra marka forystu en Akureyringar söxuðu á forskotið, jöfnuðu seint í hálfleiknum og komust yfir.
Akureyri var síðan með undirtökin nær allan síðari hálfleik og var yfir, 26:25, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá náðu Hafnfirðingar frábærum endaspretti og tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu sex mörkin.
Ólafur Guðmundsson gerði 9 mörk fyrir FH og Aron Pálmarsson gerði 7. Jónatan Magnússon gerði hvorki fleiri né færri en 13 mörk fyrir Akureyringa og Árni Þór Sigtryggsson skoraði 6.
Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.