Fram hafði betur gegn Víkingum

Sverrir Hermannsson skoraði 6 mörk fyrir Víkinga í fyrri hálfleik …
Sverrir Hermannsson skoraði 6 mörk fyrir Víkinga í fyrri hálfleik gegn Fram. mbl.is/Golli

Fram vann sigur á Víkingi, 36:30 í N1-deild karla í handknattleik í Safamýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur. Víkingar komust í 1:7 eftir um 11 mínútna leik. Viggó Sigurðsson þjálfari Framara var þó ekki á þeim buxunum að taka leikhlé heldur lét sína menn finna út úr því hvernig þeir ættu að leiðrétta stöðuna sér í hag. Komst Fram í 6:7 og jafnaði fyrst í stöðunni 12:12. Hálfleikstölur voru 16:15 fyrir Fram. Heimamenn sigldu svo algjörlega framúr í seinni hálfleik og unnu að lokum 36:30.

Mörk Fram
Magnús Stefánsson 11
Haraldur Þorvarðarson 9
Rúnar Kárason 5/1
Stefán Baldvin Stefánsson 4
Guðjón Finnur Drengsson 3
Guðmundur Hermannson 2
Halldór Jóhann Sigfússon 1/1
Jóhann Karl Reynisson 1.

Davíð Svansson varði 6 skot, Jacek Kowal 3 skot og Magnús Gunnar Erlendsson 2.

Mörk Víkings
Sverrir Hermannsson 8/5
Hjálmar Þór Arnarsson 5
Brynjar Loftsson 3
Pálmar Sigurjónsson 3
Óttar F. Pétursson 3
Sveinn Þorgeirsson 3
Davíð Ágústsson 2
Þröstur Þráinsson 2
Sigurður Örn Karlsson 1.

Björn Viðar Björnsson varði 10 skot og Árni Gíslason 2.

Nánar um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert