Akureyri lagði Stjörnuna 22:19 nokkuð sanngjarnt nú áðan í N1 deild karla í handknattleik. Leikið var á Akureyri. Þetta var fyrsti sigur Akureyringar í deildinni á þessu keppnistímabili en Stjarnan er enn án sigurs.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en þó jafn og spennandi allan tímann. Akureyri hafði yfirhöndina lengstum en náði aldrei að hrista Stjörnumenn af sér. Með góðum spretti undir lok leiksins tókst það loksins og fyrstu stigin því komin í hús hjá norðanpiltum.
Hafþór Einarsson var hetja heimamanna í leiknum en hann varði 23 skot. Kollegi hans í Stjörnumarkinu, Roland Valur Eradze, varði 19 skot, þar af tvö vítaskot.
Akureyri-Stjarnan 22:19
Íþróttahöllinni á Akureyri:
Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 4:5, 6:5, (9:7), 10:9, 12:12, 15:13, 18:15, 19:18, 22:18, (22:19)
Mörk Akureyrar:Jónatan Magnússon 6/1, Andri Snær Stefánsson 5/1, Árni Sigtryggsson 3, Oddur Grétarsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 1, Elfar Halldórsson 1, Gústaf Línberg Kristjánsson 1.
Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (þar af 3 til mótherja).
Utan vallar: 12 mín.
Mörk Stjörnunnar:Fannar Friðgeirsson 7/1, Ólafur Sigurjónsson 4, Guðmundur Guðmundsson 4, Ragnar Helgason 2, Hermann Björnsson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1.
Varin skot: Roland Valur Eradze 19/2 ( þar af 8 til mótherja).
Utan vallar: 12 mín.
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Hörður Aðalsteinsson. Misstu leikinn úr höndunum í restina.
Áhorfendur: Um 700.