Guðmundur samdi til ársins 2012

Guðmundur Ingvarsson formaður HSÍ og Guðmundur Guðmundsson við undirskrift samningsins …
Guðmundur Ingvarsson formaður HSÍ og Guðmundur Guðmundsson við undirskrift samningsins í dag á hótel Loftleiðum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðmundur Guðmundsson og Handknattleikssamband Íslands skrifuðu í dag undir samning og mun Guðmundur þjálfa A-landslið karla fram yfir Ólympíuleikana í London árið 2012. Óskar Bjarni Óskarsson verður aðstoðarmaður Guðmundar líkt og á Ólympíuleikunum í Peking þar sem íslenska liðið komst í úrslitaleikinn og fékk silfurverðlaun.

Samningur Guðmundar við HSÍ rann út eftir Ólympíuleikana í Peking en sem kunnugt er tók hann við þjálfun landsliðsins af Alfreð Gíslasyni eftir Evrópumóti í Noregi í janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert