Guðmundur íhugaði að hætta

Fjögur ár í viðbót hjá Guðmundi.
Fjögur ár í viðbót hjá Guðmundi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„ÞAÐ kom vissulega yfir mig sú hugsun að hætta núna, en svo fór ég að hugsa um hvort ég hefði ekki lengur gaman af þessu og fann að ég hafði mikinn áhuga á að halda áfram, sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, eftir að tilkynnt var að hann hefði gert nýjan fjögurra ára samning um að þjálfa landsliðið í handbolta. 

„Það var mikið þrýst á mig að gera það og eftir þessar frábæru móttökur sem við fengum við heimkomuna frá Ólympíuleikunum fann ég bara að mig langaði til að halda áfram að leggja mitt af mörkum.“

Hann mun áfram njóta aðstoðar Óskars Bjarna Óskarssonar og Gunnars Magnússonar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert