Íslandsmeistarar Hauka unnnu glæsilegan sigur á Zaporozhye frá Úkraínu, 26:25, í Meistaradeildinni í handknattleik að Ásvöllum í dag.
Úkraínumennirnir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, og náðu mest sjö marka forskoti í byrjun seinni hálfleik, 20:13, en með frábærri baráttu og gríðarlegri öflugri vörn í seinni hálfleik tókst Haukum að snúa leiknum sér í vil.
Elías Már Halldórsson skoraði sigurmark Haukanna einni og hálfri mínútu fyrir leikslok en Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.
Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson gerðu 4 mörk hver fyrir Hauka, Elías Már Halldórsson, Gísli Jón Þórisson og Kári Kristjánsson komu næstir með 3 mörk hver.