Haukar unnu Veszprém

Haukar fögnuðu góðum sigri á ungversku meisturunum í Veszprém.
Haukar fögnuðu góðum sigri á ungversku meisturunum í Veszprém. mbl.is

Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik gerðu vel og unnu ungversku meistarana og hið ógnar sterka lið, Veszprém, 27:26 í leik sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði í Meistaradeild Evrópu.

Haukar byrjuðu leikinn mjög ákveðnir með sterkum varnarleik og hröðum og skemmtilegum sóknarleik. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í marki Hauka í fyrri hálfleik og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16:10 fyrir Hauka, eitthvað sem fáir bjuggust við. Haukar juku svo forskotið og náðu mest 9 marka forystu í seinni hálfleiknum. Liðsmönnum Hauka tókst hins vegar að missa þetta góða forskot niður og mikil dramatík var því á lokamínútunum. Íslandsmeistararnir gerðu hins vegar vel og náðu að landa þessum frábæra sigri og hafa nú 4 stig að loknum 3 leikjum í riðlakeppninni.

Markahæstur í liði Hauka var Freyr Brynjarsson með 8 mörk og Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk. 

Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið vel í marki Hauka í …
Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið vel í marki Hauka í fyrri hálfleik. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert