„Ólafur kemur til með að sakna okkar“

Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki með landsliðinu að sinni en …
Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki með landsliðinu að sinni en væntingar eru um að hann snúi aftur fyrr en síðar. Brynjar Gauti

Eng­inn Ólaf­ur Stef­áns­son er í þeim hópi sem Guðmund­ur Guðmunds­son landsliðsþjálf­ari hef­ur valið fyr­ir for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í hand­bolta. Guðmund­ur er þó bjart­sýnn að hann skili sér í hóp­inn aft­ur einn góðan veður­dag.

„Það var svo sem vitað að hann vildi taka sér hlé og ég hafði það í huga þegar ég setti hóp­inn nú sam­an. Það er ekk­ert úti­lokað með Ólaf í framtíðinni og sjálf­ur tel ég lík­legt að hann komi fljót­lega til með að sakna hóps­ins og slá­ist í för með okk­ur á nýj­an leik fyrr en síðar.“

Hóp­ur­inn sem Guðmund­ur vel­ur nú er tals­vert breytt­ur frá silf­ur­hópn­um sem náði stór­kost­leg­um ár­angri á Ólymp­íu­leik­un­um en það er fyrst og fremst vegna meiðsla lyk­il­leik­manna. „Það vant­ar marga góða leik­menn eins og Snorra Stein, Al­eks­andrs, Sig­fús og Bjarna Fritz­son sem all­ir eru frá vegna meiðsla og það er al­deil­is skarð fyr­ir skildi. Á móti kem­ur að ég tek inn stráka á borð við Aron Pálm­ars­son og það er í takt við mína stefnu að hugsa líka til framtíðar hvað landsliðið varðar.“

Guðmund­ur met­ur leik­ina í næstu viku gegn Belg­íu og Nor­egi erfiða. „Belg­ía er nokkuð óskrifað blað og því ber að fara var­lega að þeim en ljóst er að Norðmenn­irn­ir á heima­velli verða erfiðir viður­eign­ar. En við ger­um okk­ar besta vænti ég.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert