Öruggt gegn Belgum

Frá leiknum í Höllinni í kvöld.
Frá leiknum í Höllinni í kvöld. mbl.is/Golli

Ísland lagði Belgíu 40:21 i fyrsta leik sínum í undankeppni EM í handknattleik karla, en leikið var í Laugardalshöllinni. Þetta var fyrsti leikur liðsins síðan í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum og var vel mætt í Höllina. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Þessir skoruðu fyrir Ísland: Guðjón Valur Sigurðsson 12, Þórir Ólafsson 5, Róbert Gunnarsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Logi Geirsson 3, Vignir Svavarsson 3, Einar Hólmgeirsson 3, Aron Pálmarsson 2, Ragnar Óskarsson 1, Sverre Jakobsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1.

Þeir fjórir úr 18 manna landsliðshópi sem hvíldu í kvöld voru Sturla Ásgeirsson, Rúnar Kárason, Hannes Jón Jónsson og Kári Kristján Kristjánsson..

Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í kvöld.
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í kvöld. mbl.is/Golli
Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson fagna marki í leik …
Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson fagna marki í leik á Ólympíuleikunum. mbl.is/Brynjar Gauti
Ísland 40:21 Belgía opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert