Eigum engan möguleika á að vinna Íslendinga

Logi Geirsson og Ragnar Óskarsson verða væntanlega í eldlínunni gegn …
Logi Geirsson og Ragnar Óskarsson verða væntanlega í eldlínunni gegn Norðmönnum í Drammen á laugardaginn í undankeppni EM í handknattleik. mbl.is/Golli

„Ef við leikum eins illa gegn Íslendingum og við gerðum í síðari hálfleik gegn Eistlendingum þá eigum við engan möguleika á að vinna íslenska landsliðið," segir Robert Hedin, landsliðsþjálfari Norðmanna í handknattleik, eftir sigur norska landsliðsins á Eistlendingum, 33:25, í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi.

Leikurinn fór fram Pölva í Eistlandi. Norska landsliðið fór á kostum í fyrri hálfleik einkum vegna stórleiks Steinars Ege í markinu. Hann varði 17 af þeim 25 skotum sem leikmenn eistneska landsliðsins komu á markið. Staðan í hálfleik var 20:8, Norðmönnum í vil. Í síðari hálfleik lék norska landsliðið illa og var nær óþekkjanlegt frá fyrri hálfleik. Heimamenn skoruðu þá 17 mörk gegn aðeins 13 norskum. Hedin var óánægður með síðari hálfleikinn og hefur nú varað sína menn fyrir viðureignina við Íslendingum í undankeppni EM sem fram fer í Drammen á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert