Ísland sótti stig til Noregs

Logi Geirsson átti stórleik og skoraði 13 mörk í leiknum …
Logi Geirsson átti stórleik og skoraði 13 mörk í leiknum gegn Noregi. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði að kreista fram gott jafntefli við Norðmenn á útivelli í dag í undankeppni EM 2010. Leiknum lauk 31:31 og var það Þórir Ólafsson sem jafnaði metin þegar aðeins 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Noregur hafði undirtökin í leiknum lengst af, en í síðari hálfleik komu Íslendingar beittari til leiks og náðu mest tveggja marka forystu. Sú forysta glataðist svo aftur niður og allt leit út fyrir nauma sigur Noregs. Sú varð hins vegar ekki raunin.

Logi Geirsson átti stórleik í liði Íslands og skoraði 13 mörk.

Mörk Íslands:
Logi Geirsson 13
Arnór Atlason 6
Þórir Ólafsson 3
Ásgeir Örn Hallgrímsson 2
Guðjón Valur Sigurðsson 2
Róbert Gunnarsson 2
Einar Hólmgeirsson 1
Vignir Svavarsson 1
Ragnar Óskarsson 1.

Fylgst var með leiknum beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Noregur 31:31 Ísland opna loka
60. mín. Frank Løke (Noregur) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka