Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður úr spænska meistaraliðinu Ciudad Real greindi frá því samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV 2 í dag að hann hafi ákveðið að ganga til liðs við danska liðið Albertslund-Glostrup frá og með næsta sumri.
Ólafur hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska liðið sem spilar í 2. deildinni, sem er þriðja efsta deild, og að því er fram kemur TV 2 gildir samningurinn þó svo að liðinu takist ekki að vinna sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili.