Kvennaliði FH í handknattleik hefur bæst góður liðsauk en hornamaðurinn Ásdís Sigurðardóttir er komin til Hafnarfjarðarliðsins frá Stjörnunni og markvörðurinn Kristína Kvaderine frá Fram.
Ásdís , sem er 25 ára, er FH-ingum að góðu kunn en hún lék með liðinu fyrir nokkrum árum. Hún samdi til við FH til tveggja ára.
Kristina, sem er 27 ára, lék eins og áður sagði hjá Fram í fyrra hefur áður spilað fyrir Hauka. Hún hefur verið að stíga upp úr erfiðum hnémeiðslum og er á góðum batavegi. Hún samdi tímabundið við félagið til áramóta en góður möguleiki er á að hún semji til lengri tíma.