Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er kominn í slaginn í úrvalsdeildinni á nýjan leik. Bjarki, sem er orðinn 41 árs, er í liði Víkings sem mætir Val í Vodafonehöllinni og er þegar búinn að skora mark í fyrri hálfleiknum.
Bjarki hefur verið þjálfari og leikmaður hjá Aftureldingu undanfarin ár en hætti að spila með liðinu síðasta vetur. Hann gekk frá félagaskiptum yfir í sitt gamla félag, Víking, í lok október og er nú kominn í baráttuna með þeim inni á vellinum.