Gunnar: Tókum ákveðna áhættu

Gunnar Magnússon þjálfari HK.
Gunnar Magnússon þjálfari HK. hag / Haraldur Guðjónsson

„Við tóku ákveðna áhættu í dag með því að taka Aron Pálmarsson úr umferð frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Það hefur enginn reynt áður í deildinni í vetur. Með því veðjuðum við á FH-ingar myndu gefa eftir þegar á leikinn liði þegar þreyta kæmi upp hjá Ólafi Guðmundssyni sem tók við hlutverki Arons. Þetta gekk allt upp hjá okkur," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK við mbl.is, eftir sigurinn á FH, 32:28, í N1 deild karla í handknattleik í Digranesi í dag.

Þetta var fjórði leik HK í röð í deildinni án taps og þar með er liðið með í baráttunni um sæti í deildarbikarkeppninni sem fram fer á milli jóla og nýárs, en í henni taka þátt fjögur efstu lið N1 deildarinnar á þeim tíma.

„Við reiknuðum með að leikmenn FH myndu ekki halda út leikinn þegar Aron væri ekki með og sú varð raunin. Þetta gekk upp og við náðum að „keyra“ yfir FH-liðið um tíma í síðari hálfleik. Í raun er ég sérstaklega ánægður með hvernig hann spilaðist hjá okkur.

Nú erum við komnir í baráttuna á nýjan leik," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sveinn Teitur Svanþórsson: nei
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert