Íris, Jóna og Ragnhildur fara ekki til Póllands

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. mbl.is/Ómar

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur valið þá sextán leikmenn sem leika munu fyrir Íslands hönd í undaneppni HM. Ísland fer til Póllands og leikur þar í riðli með heimamönnum, Lettum, Svisslendingum og Slóvökum. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Lettlandi á miðvikudaginn en efsta liðið úr riðlinum kemst áfram.

Júlíus fór með nítján leikmenn til Noregs þar sem liðið lék um helgina í sterku æfingamóti. Þeir þrír leikmenn sem ekki fara til Póllands en léku í Noregi eru: Íris Ásta Pétursdóttir Val, Jóna Sigríður Halldórsdóttir HK
og Ragnhildur Guðmundsdóttir FH.

Markverðir:   
Berglind Íris Hansdóttir Valur  
Guðrún Maríasdóttir Fylkir  
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK   

Aðrir leikmenn:   
Arna Sif Pálsdóttir HK  
Ágústa Edda Björnsdóttir Valur  
Ásta Birna Gunnardóttir Fram  
Dagný Skúladóttir Valur  
Elísabet Gunnardóttir Stjarnan  
Hanna Stefánsdóttir Haukum  
Hildigunnur Einarsdóttir Valur  
Hildur Þorgeirsdóttir FH  
Hrafnhildur Skúladóttir Valur  
Rakel Dögg Bragadóttir Kolding  
Rut Jónsdóttir Team Tvis Holstebro  
Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram  
Sunna María Einarsdóttir Fylkir



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert