Hanna með 16 mörk gegn Lettum

Hanna Guðrún gerði 16 mörk í dag.
Hanna Guðrún gerði 16 mörk í dag. mbl.is/Sverrir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Lettland 37:27 í fyrsta leik sínum í undankeppni HM, en leikið er í Póllandi. Staðan í leikhléi var 18:11 fyrir Ísland. Hanna G. Stefánsdóttir fór á kostum í leiknum og gerði 16 mörk.

„Ég er auðvitað ánægður með sigurinn en ekki hvernig við lékum,“ sagði Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, í samtali við mbl.is eftir leikinn. Hann sagði ljóst að liðið yrði að leika betur ætlaði það sér að komast áfram úr riðlinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert