Rússar unnu Færeyinga með 21 marki

Rússar eru með fullt hús stiga í sínum riðli.
Rússar eru með fullt hús stiga í sínum riðli. AP

Rússland sigraði Færeyjar, 37:16, í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í dag en leikur þjóðanna fór fram í Chekhov í Rússlandi.

Staðan í hálfleik var 19:7, Rússum í hag, og þeir juku muninn jafnt og þétt. Tróndur Kragesten var markahæstur Færeyinga í leiknum með 5 mörk og Finnur Hansson gerði 4.

Færeyska liðið heldur nú til Ítalíu þar sem það leikur á sunnudaginn en það hafði áður tapað í Bosníu, 28:45, og fyrir Serbum á heimavelli, 20:41. Ítalir eru einnig án stiga og þeir steinlágu í Serbíu fyrr í þessum mánuði, 48:24. Sviss er einnig í riðlinum.

Rússar hafa unnið alla þrjá leiki sína en þeir lögðu Bosníu, 37;25, og síðan Sviss á útivelli, 31:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert