Finnur Hansson skoraði 4 mörk fyrir Færeyjar í gær þegar landslið eyjanna tapaði fyrir Rússlandi, 37:16, í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik en leikið var í Chehkov í Rússlandi.
Finnur er Íslendingur en með færeyskt ríkisfang og af miklum handboltaættum. Hann lék um skeið með FH, eins og faðir hans, Hans Guðmundsson, og afi, Birgir Björnsson. Færeyingar halda nú til Ítalíu og leika þar við heimamenn á sunnudag en bæði lið eru án stiga í riðlinum.