Göppingen komið inn í myndina hjá Kára

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Hauka, í baráttu við varnarmann FH.
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Hauka, í baráttu við varnarmann FH. mbl.is/Ómar

Þýska handknattleiksliðið Göppingen hefur bæst í hóp þeirra liða sem sýnt hafa áhuga á að krækja í Kára Kristján Kristjánsson, línumann Íslandsmeistaraliðs Hauka í handknattleik.

Einnig hefur Magdeburg haft samband við umboðsmann Kára og Füchse Berlín sem mikið hefur verið í umræðunni síðustu daga eftir að Dagur Sigurðsson réði sig sem þjálfara liðsins frá og með næsta keppnistímabili. Magdeburg mun þó vera úr sögunni, að sögn Kára.

Alveg rólegur

„Umboðsmaður minn sagði mér að vera alveg rólegur yfir þessu og ég er það,“ sagði Kári Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær.

Á dögunum heimsótti Kári Rhein Neckar Löwen sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur með. Skoðaði hann aðstæður og ræddi við Torsten Storm, framkvæmdastjóra félagsins. Kári segir Löwen vera inni í myndinni ennþá en ljóst væri að þar yrði hann ekki fyrsti línumaður liðsins. Kári viðurkennir að sig langi frekar til liðs þar sem hann gæti orðið fyrsti kostur þjálfara í stöðu línumanns. Sér hafi hins vegar líkað vel við allar aðstæður hjá félaginu enda er það eitt hið stöndugasta í Þýskalandi.

Fyrir skemmstu hafnaði Kári freistandi tilboði frá ungverska liðinu Pick Szaeged. Kári segir forráðamenn Szaeged enn vera áhugasama um að klófesta sig. „Szaeged kemur svo sem alveg til greina ennþá þótt ég hafi afþakkað boð þeirra.

Maður verður bara að bíða og sjá,“ segir Kári sem leikið hefur vel með Haukum á leiktíðinni, ekki síst í meistaradeildinni þar sem framganga hans hefur vakið verðskuldaða athygli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert