FH er komið í undanúrslit bikarkeppni karla í handknattleik eftir eins marks sigur, 29:28, Haukum í hörkuleik í Kaplakrika. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörkin og fengu fjögur tækifæri til að jafna metin en lánaðist ekki að nýta möguleika sína, síðast aukakasti þegar leiktíminn var úti. Mikill hiti var í leikmönnum á síðustu sekúndunum og var Ólafi Guðmundssyni og Sigurbergi Sveinssyni sýnt rauða spjaldið á síðustu sekúndu eftir að það kom til handalögmála á milli leikmanna.
Sigurbjörn átti m.a. markskot þegar hálf mínúta var eftir af leiknum þar sem boltinn small í báðum markstöngunum áður en hann hrökk frá markinu og í heldur Magnúsar Sigmundssonar, markvarðar FH.
Mörk FH: Guðmundur Pedersen 7, Ólafur Guðmundsson 6, Aron Pálmarsson 5, Ásbjörn Friðriksson 5, Sigurður Ágústsson 4, Hjörtur Hinriksson 1, Jón Helgi Jónsson 1.
Magnús Sigmundsson varði 9 skot í marki FH og Daníel Andrésson fjögur.
Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10/1, Freyr Brynjarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Andri Stefan Guðrúnarson 3, Elías Már Halldórsson 2, Einar Örn Jónsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1, Gísli Jón Þórisson 1, Pétur Pálsson 1.
Birkir Ívar Guðmundsson varði 19 skot, þar af eitt vítakasti í marki Hauka. Gísli Guðmundsson varði eitt skot.
Flautað hefur verið til leiksloka í fyrri hálfleik í viðureign FH og Hauka og fór vel á því að Aron Pálmarsson átti síðasta markskotið á síðustu sekúndu fyrri hálfleik. Hann skoraði og kom FH í tveggja marka forskot, 16:14, en FH-liðið hefur verið sterkara í fyrri hálfleik og haft forystu frá fyrstu mínútu. Haukar hafa aldrei komist yfir en nokkrum sinnum náð að jafna metin.
Heldur færra er af fólki á þessum leik en viðureign liðanna í N1 deildinni fyrir um mánuði. Áætlað er að um 2.000 áhorfendur séu og skemmta þeir sér konungslega enda leikurinn verið í hin besta skemmtun, gríðarlegur hraði, talsvert um mistök og þó nokkuð um átök og smápústra.
Mörk FH í fyrri hálfleik: Guðmundur Pedersen 5, Aron Pálmarsson 4, Sigurður Ágústsson 3, Ásbjörn Friðriksson 2, Ólafur Guðmundsson 2.
Magnús Sigmundsson hefur varið 3 skot og Daníel Andrésson eitt.
Mörk Hauka í fyrri hálfleik: Sigurbergur Sveinsson 5/1, Andri Stefan Guðrúnarson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Einar Örn Jónsson 1, Elías Már Halldórsson 1, Freyr Brynjarsson 1, Pétur Pálsson 1.
Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið fjögur skot í marki Hauka og Gísli Guðmundsson eitt.