Valur vann öruggan sigur á FH

Elvar Friðriksson Valsmaður sækir að vörn FH-inga í leiknum í …
Elvar Friðriksson Valsmaður sækir að vörn FH-inga í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Valur vann FH nokkuð örugglega 29:20 að Hlíðarenda í kvöld og styrkti stöðu sína á toppi í N1 deildar karla í handknattleik.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Staðan er 2:2 eftir fimm mínútna leik og allt virðist stefna í mikla baráttu. 

FH-ingar hafa gert þrjú mörk í röð og eftir tíu mínútna leik er staðan 2:5.

Valsmenn ná ekki réttum takti en staðan er 6:8 og FH-ingar einum færii sem stendur. 

Valur er búinn að jafna metin, 10:10 eftir tvö mörk frá Baldvini Þorsteinssyni í röð. Fjórar mínútur til leikhlés.

Kominn hálfleikur og Valsmenn með eins marks forystu, 12:11. Valur búinn að gera fjögur mörk á móti einu marki FH á síðustu mínútum.

Valsmenn hefja síðari hálfleik líkt og þeir enduðu þann fyrri og eru nú með tveggja marka forystu, 17:14. Þeir hafa gert síðustu þrjú mörkin

Átján mínútur búnar af síðari hálfleik og staðan er 20:17. FH náði að minnka muninn niður í eitt mark en Valsmenn svöruðu því að bragði.

Virðist vera komið hjá Val því átta mínútur eftir og staðan 24:18. Valur hefur gert 5 mörk gegn einu á síðustu mínútum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert