Patrekur: Menn gáfu einfaldlega eftir

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Hag

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í samtali við mbl.is að allur kraftur hefði dottið úr leikmönnum hans í upphafi seinni hálfleiks gegn Fram í dag en Fram sigraði 27:22 eftir að staðan var jöfn í hálfleik 10:10.

„Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur þannig séð. Þá vorum við að spila fantagóða vörn og Gummi var að stýra vel sóknarleiknum hjá okkur. Í byrjun seinni hálfleiks skorar Fram þrjú mörk og þá dettur allur kraftur úr mínum mönnum. Menn gáfu einfaldlega eftir þrátt fyrir að mikið væri eftir af leiknum. Ég veit ekki hvaða skýring er á því. Það þýðir ekkert að skýla sér á bak við einhverja hluti sem voru tilkynntir í gærkvöldi. Við höfum vitað lengi að rekstur deildarinnar væri erfiður og menn eiga ekkert að taka það með sér inn á völlinn í þennan klukkutíma sem leikurinn fer fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson og vísar þar til þeirra frétta að leikmenn liðsins eru allir með lausan samning og geta skipt um félag í janúar ef þeir kjósa svo.

Nánar verður rætt við Patrek í íþróttablaði Morgunblaðsins á mánudaginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert