Ólafur Stefánsson skrifar á næstunni undir tveggja ára samning við þýska 1. deildar liðið Rhein Neckar Löwen. Þar með verður ekkert af því að hann gangi til liðs við danska 2. deildar liðið AG Håndbold eins og til stóð.
Sá sem ætlaði að moka peningum í AG og gera það að stórveldi í handknattleiksheiminum, Jesper Nielsen, stjórnarformaður skartgripasmásalans KasiGroup, hefur snúið baki við áætlunum sínum hjá AG. Þess í stað ætlar hann að flytja til Þýskalands, setjast í stjórn RNL og leggja talsverða peninga með sér. Ólafur fylgir með í þeim viðskiptum. Guðjón Valur Sigurðsson leikur með RNL. Ólafur lék í Þýskalandi frá 1996 til 2003 með Wuppertal og Magdeburg.