Fram endar 100 ára afmælisár sitt á toppi úrvalsdeildar karla í handknattleik eftir sigur á nágrönnum sínum Víkingi, sem einnig heldur upp á 100 ára afmæli sitt. Lauk leiknum með eins marks sigri Fram, 26:25. Fram er því með 16 stig á toppnum en Víkingar sitja í botnsætinu með 1 stig. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:4, 4:7, 6:7, 7:10, 9:11, 11:11, 11:13, 12:13, 13:14, 13:17, 15:17, 18:19, 20:20, 22:22, 24:24, 24:26, 25:26.
Mörk Víkings: Sverrir Hermansson 9/3, Einar Örn Guðmundsson 6, Hreiðar Haraldsson 4, Þröstur Þráinsson 3, Davíð Georgsson 1, Sigurður Örn Karlsson 1, Hjálmar Þór Arnarson 1.
Varin skot: Árni Gíslason 5 (þar af 1 aftur til mótherja), Björn Viðar Björnsson 2.
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk Fram: Halldór Jóhann Sigfússon 9/4, Rúnar Kárason 8, Guðjón Finnur Drengsson 3, Haraldur Þorvarðarson 2, Brjánn Guðni Bjarnason 1, Andri Berg Haraldsson 1, Magnús Einarsson 1, Jóhann Gunnar Einarsson 1,.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (þar af 5 aftur til mótherja), Davíð Hlíðdal Svansson 3 (þar af 1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur (þar af fékk Brjánn Guðni Bjarnason að líta rauða spjaldið á 48. mínútu).
Leik lokið með eins marks sigri Fram, 25:26.
58. Víkingar tveimur færri og Halldór Jóhann Sigfússon kom Fram yfir, 24:25 úr vítakasti.
55. Spennan var gífurleg. Jafnt, 24:24.
52. Leikurinn ótrúlega jafn og mikil spenna. Staðan, 22:23 fyrir Fram.
48. Brjánn Guðni Bjarnason í liði Fram fékk sína þriðja brottvísun og þar að leiðandi rauða spjaldið. Staðan þegar hér var komið við sögu orðin jöfn, 20:20.
45. Staðan orðin 18:19. Allt galopið og allt á suðupunkti.
42. Víkingum tókst að narta aðeins í hælana á Fram aftur. Staðan var 15:17 og allt galopið.
38. Rúnar Kárason skoraði sautjánda mark Fram. Það kom úr hraðaupphlaupi og Framarar hafa breytt stöðunni í 13:17.
35. Árni Gíslason var settur í mark Víkinga í hálfleik og hefur verið sprækur þessar fyrstu mínútur í markinu. Staðan 13:14 og Árni strax búinn að verja þrjú skot.
32. Víkingar hófu síðari hálfleik með marki úr sinni fyrstu sókn þegar Þröstur Þráinsson skoraði. Framarar skoruðu hins vegar líka úr sinni fyrsti sókn, Haraldur Þorvarðarson og staðan því 12:14.
Hálfleikur. Fram hefur yfir, 13:11. Mestur hluti leiksins hjá liðunum hefur farið í að tuða í dómurunum, sem raunar hafa alls ekki átt sinn besta leik. Leikurinn þó verið opinn.
29. Framarar höfðu náð forystunni aftur staðan orðin 11:13.
26. Reikistefnunni við dómaraborðið lauk með brottvísun Brjáns Bjarnasonar í liði Fram. Víkingar jöfnuðu leikinn upp úr því í 11:11.
25. Dómarar leiksins, Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson hafa engin tök á leiknum og vita ekkert hvað er að gerast. Fimm mínútna reikisstefna stóð yfir vegna rangrar skiptingar hjá Frömurum.
23. Guðjón Finnur Drengsson skoraði ellefta mark Fram. Þröstur Þráinsson hékk hins vegar í honum sem varð til þess að allt sauð upp úr. Báðir fengu tveggja mínútna brottvísun. Staðan, 9:11.
21. Fram yfir, 8:10.
18. Víkingar fengu tækifæri til að jafna metin. Það tókst þeim hins vegar ekki, en stórskyttan Rúnar Kárason jók muninn í tvö mörk fyrir Fram, 6:8.
16. Sverrir Hermannsson minnkaði muninn í eitt mark, 6:7 með marki úr vítakasti. Þriðja mark Sverris í leiknum.
15. Framarar léku einum færri þessa stundina en höfðu þó yfir 4:7. Halldór Jóhann með 4 mörk fyrir Fram, þar af þrjú af línunni.
12. Staðan 3:5. Leikurinn farinn að glæðast lífi. Halldór Jóhann Sigfússon hafði skorað 3 mörk fyrir Fram þegar hér var komið við sögu.
10. Það var eins og bæði lið væru dofin þessar fyrstu tíu mínútur leiksins. Staðan 1:3, endalaust af feilum í sóknarleik beggja liða.
6. Bæði lið fóru hægt af stað. Eftir rúmlega fimm mínútna leik hafði Fram eins marks forystu, 1:2. Lélegar sóknir hjá báðum liðum.
1. Framarar skoruðu fyrsta mark leiksins. Það gerði Halldór Jóhann Sigfússon úr vítakasti.