Stjarnan sigraði Hauka í úrslitaleik N1 deildabikarkeppninnar í handbolta rétt í þessu, 27:28. Hanna G. Stefánsdóttir fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn úr víti þegar leiktíminn var úti, en skaut í stöngina.
Leikurinn var hraður og spennandi allann tímann, en Haukar náðu 4 marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks. Stjörnustúlkur brettu þá upp ermarnar og tóku á sig rögg.
Markahæst hjá Stjörnunni var Alina Petrache með 12 mörk, þar af 6 úr vítum. Hjá Haukum var Ramune Pekskyte með 9 mörk.
Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.
Leik lokið
58. Stjarnan kemst marki yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir.
55. Stjarnan nær góðum kafla og jafnar í 25:25 og 26:26.
50. Haukar missa forskot sitt í 2 mörk en ná að auka það aftur í 3 mörk.
45. Haukar ná 4 marka forskoti og virðast ákveðnari þessa stundina. Heiða Ingólfsdóttir í marki Hauka hefur varið 8 skot síðan hún kom inná og er að leggja grunninn að undirtökum liðsins.
40. Enn er jafnt á öllum tölum og útlit fyrir hörkuleik. Markverðir beggja liða eru í stuði og leikurinn hraður og skemmtilegur.
35. Síðari hálfleikur hefst líkt og sá fyrri endaði, jafnt er á öllum tölum.
Hálfleikur. Staðan er 14:14 í hörkuleik milli tveggja sterkra liða. Alina Petrache hefur átt stórleik fyrir Stjörnuna, gert 7 mörk og ljóst að Haukar þurfa að stoppa hana í þeim síðari. Ramune Pekasyte hefur gert 4 mörk fyrir Hauka.
25. Leikurinn er mjög hraður og spennandi og ekkert virðist komast á milli liðanna, því jafnt er á öllum tölum.
20. Haukar náðu tveggja marka forystu en Stjarnan jafnaði metin.
15. Haukar hafa náð forskotinu að nýju, en leikurinn er enn í járnum
10. Leikurinn er hnífjafn og mjög hraður. Bæði lið ætla sér sigur í leiknum, en Stjarnan hefur náð yfirhöndinni eftir slæma byrjun.
5. Bæði lið mæta ákveðin til leiks en Haukarnir komust í 3:0 og virkuðu frískari. Stjarnan hefur hinsvegar stimplað sig inn í leikinn og allt lítur út fyrir hörkuleik.
Gangur leiksins: 1:0, 3:0, 4:1, 4:3, 4:5, 5:6, 7:7, 9:8, 10:10, 12:11, 13.12, 14:14, 15:14, 16:16, 19:18, 21:18, 23:20, 24:21, 25:25, 26:26, 28:27,
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |