Stjarnan er deildabikarmeistari kvenna í handbolta

Stjarnan sigraði Hauka í æsispennandi leik í dag.
Stjarnan sigraði Hauka í æsispennandi leik í dag. mbl.is/ hag

Stjarn­an sigraði Hauka í úr­slita­leik N1 deilda­bik­ar­keppn­inn­ar í hand­bolta rétt í þessu, 27:28. Hanna G. Stef­áns­dótt­ir fékk gullið tæki­færi til að jafna leik­inn úr víti þegar leiktím­inn var úti, en skaut í stöng­ina.

Leik­ur­inn var hraður og spenn­andi all­ann tím­ann, en Hauk­ar náðu 4 marka for­skoti um miðbik síðari hálfleiks. Stjörnu­stúlk­ur brettu þá upp erm­arn­ar og tóku á sig rögg.

Marka­hæst hjá Stjörn­unni var Al­ina Petrache með 12 mörk, þar af 6 úr vít­um. Hjá Hauk­um var Ramu­ne Pek­skyte með 9 mörk.

Nán­ar verður fjallað um leik­inn í Morg­un­blaðinu á morg­un.

Leik lokið 

58. Stjarn­an kemst marki yfir þegar ein og hálf mín­úta er eft­ir. 

55. Stjarn­an nær góðum kafla og jafn­ar í 25:25 og 26:26.

50. Hauk­ar missa for­skot sitt í 2 mörk en ná að auka það aft­ur í 3 mörk.  

45. Hauk­ar ná 4 marka for­skoti og virðast ákveðnari  þessa stund­ina.  Heiða Ing­ólfs­dótt­ir í marki Hauka hef­ur varið 8 skot síðan hún kom inná og er að leggja grunn­inn að und­ir­tök­um liðsins.

40. Enn er jafnt á öll­um töl­um og út­lit fyr­ir hörku­leik. Markverðir beggja liða eru í stuði og leik­ur­inn hraður og skemmti­leg­ur.

35.  Síðari hálfleik­ur hefst líkt og sá fyrri endaði, jafnt er á öll­um töl­um.

Hálfleik­ur. Staðan er  14:14  í hörku­leik milli tveggja sterkra liða. Al­ina Petrache hef­ur átt stór­leik fyr­ir Stjörn­una, gert 7 mörk og ljóst að Hauk­ar þurfa að stoppa hana í þeim síðari. Ramu­ne Peka­syte hef­ur gert 4 mörk fyr­ir Hauka.

25. Leik­ur­inn er mjög hraður og spenn­andi og ekk­ert virðist kom­ast á milli liðanna, því jafnt er á öll­um töl­um. 

20. Hauk­ar náðu tveggja marka for­ystu en Stjarn­an jafnaði met­in. 

15.  Hauk­ar hafa náð for­skot­inu að nýju, en leik­ur­inn er enn í járn­um

10. Leik­ur­inn er hníf­jafn og mjög hraður. Bæði lið ætla sér sig­ur í leikn­um, en Stjarn­an hef­ur náð yf­ir­hönd­inni eft­ir slæma byrj­un. 

5. Bæði lið mæta ákveðin til leiks en Hauk­arn­ir komust í 3:0 og virkuðu frísk­ari. Stjarn­an hef­ur hins­veg­ar stimplað sig inn í leik­inn og allt lít­ur út fyr­ir hörku­leik.

Gang­ur leiks­ins: 1:0, 3:0, 4:1, 4:3, 4:5, 5:6,  7:7, 9:8, 10:10, 12:11, 13.12, 14:14, 15:14, 16:16, 19:18, 21:18, 23:20, 24:21, 25:25,  26:26, 28:27,  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert