ÍR sigraði ÍBV, 34:24, í 1. deild karla í handknattleik þegar liðin mættust í Austurbergi í dag. ÍR er áfram í þriðja sæti deildarinnar, nú með 22 stig, en Grótta er með 26 stig og Selfoss 24 í tveimur efstu sætunum þegar öll liðin hafa leikið 15 leiki.
Ungmennalið Hauka er með 17 stig í fjórða sætinu, Afturelding 16, ÍBV 9, Fjölnir 4 en Þróttur R. er enn án stiga.
ÍR-ingar gerðu útum leikinn í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 22:11. Eyjamönnum tókst að halda í við Breiðhyltinga í síðari hálfleiknum.
Mörk ÍR: Þorgrímur Ólafsson 7, Brynjar Steinarsson 6, Sigurður Magnússon 5, Egill Björgvinsson 5, Ólafur Sigurgeirsson 4, Jónatan Vignisson 2, Ísleifur Sigurðsson 2, Hrannar Máni Gestsson 2.
Mörk ÍBV: Grétar Eyþórsson 8, Björn Kristmannsson 3, Sindri Ólafsson 3, Davíð Óskarsson 2, Brynjar Óskarsson 2, Óttar Steingrímsson 2, Grétar Stefánsson 2, Benedikt Steingrímsson 1, Bragi Magnússon 1.