ÍR-ingar lögðu Eyjamenn

Átök í leik ÍR og ÍBV.
Átök í leik ÍR og ÍBV. mbl.is/Frikki

ÍR sigraði ÍBV, 34:24, í 1. deild karla í handknattleik þegar liðin mættust í Austurbergi í dag. ÍR er áfram í þriðja sæti deildarinnar, nú með 22 stig, en Grótta er með 26 stig og Selfoss 24 í tveimur efstu sætunum þegar öll liðin hafa leikið 15 leiki.

Ungmennalið Hauka er með 17 stig í fjórða sætinu, Afturelding 16, ÍBV 9, Fjölnir 4 en Þróttur R. er enn án stiga.

ÍR-ingar gerðu útum leikinn í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 22:11. Eyjamönnum tókst að halda í við Breiðhyltinga í síðari hálfleiknum.

Mörk ÍR: Þorgrímur Ólafsson 7, Brynjar Steinarsson 6, Sigurður Magnússon 5, Egill Björgvinsson 5, Ólafur Sigurgeirsson 4, Jónatan Vignisson 2, Ísleifur Sigurðsson 2, Hrannar Máni Gestsson 2.

Mörk ÍBV: Grétar Eyþórsson 8, Björn Kristmannsson 3, Sindri Ólafsson 3, Davíð Óskarsson 2, Brynjar Óskarsson 2, Óttar Steingrímsson 2, Grétar Stefánsson 2, Benedikt Steingrímsson 1, Bragi Magnússon 1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert