Frakkar heimsmeistarar í handknattleik

Frakkinn Daniel Narcisse fagnar marki í úrslitaleiknum í dag.
Frakkinn Daniel Narcisse fagnar marki í úrslitaleiknum í dag. Reuters

Ólympíumeistarar Frakka urðu í dag heimsmeistarar í handknattleik karla í þriðja skiptið þegar þeir lögðu heimamenn í Króatíu að velli, 24:19. Leikurinn var jafn og spennandi lengi framan af en hin gríðarsterka vörn Frakka skóp að lokum sigur þessa besta handknattleikslandsliðs heims.

Úrslitin gefa ekki skýra mynd af gangi leiksins því Króatar, sem voru dyggilega studdir af fjölmörgum áhorfendum, höfðu eins marks forystu í hálfleik 11:12. Frakkar náðu forystunni í seinni hálfleik en tókst ekki að slíta heimamenn frá sér fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins.

Mickaël Guigou, leikmaður Montpellier, skoraði 10 mörk fyrir Frakka í dag og Daniel Narcisse sex. Ivan Cupic var markahæstur heimamanna með sex mörk og Blazenko Lackovic gerði fjögur.

Króatinn Igor Vori fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir að ógna öðrum af dönsku dómurunum með því að þykjast ætla að þruma boltanum í hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert