Öruggur sigur Pólverja í bronsleiknum

Pólverjar höfðu ástæðu til að fagna í Króatíu í dag.
Pólverjar höfðu ástæðu til að fagna í Króatíu í dag. Reuters

Pólverjar unnu í dag stórsigur á Dönum í leik þjóðanna um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Króatíu. Lokatölur urðu 31:23 eftir að staðan hafði verið 14:11 Póllandi í vil í hálfleik.

Dönum mistókst þar með að endurtaka leikinn frá því í Þýskalandi fyrir tveimur árum þegar þeir enduðu í þriðja sætinu.

Karol Bielecki var markahæstur Pólverja með tíu mörk og Tomasz Tluczynski gerði fimm. Hjá Dönum drógu þeir Mikkel Hansen og Lars Christiansen vagninn og gerðu samtals 17 af 23 mörkum liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert