Sigurbergur Sveinsson: Ef við spilum svona stöðvar okkur ekkert

Sigurbergur Sveinsson í baráttu við Hjört Hinriksson á Ásvöllum í …
Sigurbergur Sveinsson í baráttu við Hjört Hinriksson á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Golli

,,FH vantaði tvo sína bestu menn sem veikti þeirra lið. Ég hefði viljað að þeir spiluðu en við pössuðum okkur á því að vanmeta þá ekki fyrst þeir voru ekki með. Við mættum mjög grimmir til leiks og ætluðum okkur ekkert annað en sigur," sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, við mbl.is eftir stórsigur á FH í N1-deildinni í kvöld.

,,Við gengum bara frá FH-ingunum og þetta lítur vel út hjá okkur núna. Við héldum fund og ræddum saman um hugarfarið og eftir áramótin höfum við unnið alla þrjá leikina. Ef við spilum svona áfram þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Sigurbergur sem átti mjög góðan leik en hann var markahæstur í liði Haukanna með 9 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert