Selfoss eða Grótta í úrslit?

Leikmenn Selfoss glaðir á góðri stund. Þeir mæta Gróttu í …
Leikmenn Selfoss glaðir á góðri stund. Þeir mæta Gróttu í undanúrslitum bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld á heimavelli. mbl.is/Guðmundur Karl

Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða Grótta sem leikur til úrslita í bikarkeppni karla í handknattleik. Liðin, sem eru í tveimur efstu sætum 1. deildar, mætast á Selfossi klukkan 19.30 en sigurliðið leikur við Val eða FH í úrslitaleik keppninnar í lok mánaðarins.

Grótta er með 26 stig en Selfoss 24 á toppi 1. deildar og útlit fyrir að annað eða jafnvel bæði lið leiki í úrvalsdeildinni næsta vetur. Liðin hafa sigrað hvort annað á útivelli í vetur, Selfoss vann sigur, 29:25, á Seltjarnarnesi í fyrstu umferð deildarinnar í haust en Grótta hefndi fyrir með sigri fyrir austan fjall, 34:28, um miðjan nóvember. Liðin mætast í þriðja sinn í deildinni næsta miðvikudag, í öðrum stórleik, og þá á Seltjarnarnesi, en í kvöld er það sætið í sjálfum bikarúrslitaleiknum sem er í húfi þegar þau eigast við. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert