Valsmenn eru bikarmeistarar

Sigurður Eggertsson leikmaðurinn knái í liði Vals með bikarinn eftir …
Sigurður Eggertsson leikmaðurinn knái í liði Vals með bikarinn eftir sigurinn á Gróttu í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vals­menn urðu í dag bikar­meist­ar­ar í hand­knatt­leik karla annað árið í röð þegar þeir lögðu Gróttu, 31:24, í úr­slita­leik Eim­skips­bik­ar­keppn­inn­ar í Laug­ar­dals­höll.  Valsliðið hafði tögl og hald­ir all­an leik­inn. Það var aðeins um stund í upp­hafi síðari hálfleiks sem Gróttu tókst að minnka mun­inn niður í tvö mörk, 15:13, eft­ir að hafa verið fimm mörk­um und­ir í hálfleik, 14:9. Eft­ir það fengu Vals­menn byr í segl­in á ný voru með ör­uggt for­skot til leiks­loka.

Grótta leik­ur í næst efstu deild og var þetta í fyrsta sinn sem lið úr þeirri deild leik­ur til úr­slita í bik­ar­keppni karla í hand­knatt­leik.

60. Flautað hef­ur verið til leiks­loka. Vals­menn eru bikar­meist­ar­ar í hand­knatt­leik karla 2009.

Mörk Vals: Sig­urður Eggerts­son 7, Heim­ir Örn Árna­son 5, Arn­ór Gunn­ars­son 4, Orri Freyr Gísla­son 4, Bald­vin Þor­steins­son 3, Hjalti Þór Pálma­son 2, Dag­ur Sig­urðsson 2, Elv­ar Friðriks­son 2, Sig­fús Páll Sig­fús­son 1, Gunn­ar Harðar­son 1.

Var­in skot: Ólaf­ur Hauk­ur Gísla­son 12/​1 (þaraf 5 til mót­herja).

Utan vall­ar: 4 mín­út­ur.

Mörk Gróttu: Arn­ar Freyr Theo­dórs­son 7, Finn­ur Ingi Stef­áns­son 7/​5, Atli Rún­ar Steinþórs­son 4, Þórir Jök­ull Finn­boga­son 3, Þor­leif­ur Árni Björns­son 2, Davíð Örn Hlöðvers­son 1.

Var­in skot: Hlyn­ur Mort­hens 15/​1 (þaraf 3 til mót­herja).

Utan vall­ar: 10 mín­út­ur.

54. Valsliðið fær­ist nær og nær sigri í Eim­skips­bik­arn­um annað árið í röð, staðan 26:21.

48. Vals­menn halda í horf­inu, staðan 23:18.

42. Vals­menn hafa aft­ur náð þægi­legu for­skoti. Þrír brottrekstr­ar á Gróttu á fimm mín­útna kafla snemma í hálfleikn­um settu leik­inn úr jafn­vægi og Vals­menn náðu mest sex marka for­skoti.

35. Vals­mönn­um geng­ur illa gegn fram­liggj­andi vörn Gróttu. Mun­ur­inn er kom­inn niður í tvö mörk, 15:13.

31. Síðari hálfleik­ur er haf­inn.

30. Flautað hef­ur verið loka fyrri hálfleiks. Gróttu­menn hafa sótt í sig veðrið síðustu sex til átta mín­út­ur. Varn­ar­leik­ur þeirra hef­ur batnað og Vals­menn verið í basli með að koma bolt­an­um á markið. Þá hef­ur Hlyn­ur Mort­hens varið vel í marki Gróttu, 10 skot.

Þótt tals­vert skilji liðin að verður að segj­ast Gróttu til hróss að leik­menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyr­ir hrein hörmu­lega byrj­un á leikn­um þar sem þeim lánaðist ekki að skora fyrr en eft­ir 11 mín­út­ur. Leysi Vals­menn ekki þann vanda sem þeir voru í með sókn­ar­leik­inn á lokakafla fyrri hálfleiks gæti leik­ur­inn jafn­ast meira og kannski orðið spenn­andi.

Mörk Vals: Sig­urður Eggerts­son 3, Arn­ór Gunn­ars­son 2, Bald­vin Þor­steins­son 2, Orri Freyr Gísla­son 2, Sig­fús Páll Sig­fús­son 1, Hjalti Þór Pálma­son 1, Elv­ar Friðriks­son 1.

Mörk Gróttu: Finn­ur Ingi Stef­áns­son 3/​2, Arn­ar Freyr Theo­dórs­son 3, Þor­leif­ur Árni Björns­son 1, Atli Rún­ar Steinþórs­son 1, Þórir Jök­ull Finn­boga­son 1.

25. Eft­ir nokkr­ar kæru­leys­is­leg­ar sókn­ir virðast Vals­menn vera að sækja í sig veðrið á ný. Staðan, 13:6, Val í vil.

19. Vals­menn halda sínu strik og fátt geng­ur upp hjá Gróttu  sem er nú ein­um leikm­m­anni færri um stund­ar­sak­ir

Stuðnings­menn Gróttu láta slæma byrj­un sinna manna ekki slá sig út af lag­inu og láta vel í sér heyra, standa þétt á bak við leik­menn liðsins.

11. Arn­ar Freyr Theo­dórs­son nær loks að brjóta ís­inn fyr­ir Gróttu með því að skora úr lang­skoti eft­ir 10,35 mín­út­ur.

9. Ágúst Jó­hanns­son, þjálf­ari Gróttu, tek­ur leik­hlé og freist­ar þess að hressa upp á slak­an leik sinna manna. Staðan, 5:0, og 8,33 mín­út­ur liðnar af leikn­um. Sókn Gróttu renn­ur út í sand­inn og Heim­ir Örn Árna­son bæti við sjötta marki Vals.

7. Vals­menn hafa byrjað leik­inn af mikl­um krafti, jafnt í vörn sem sókn.  Staðan, 4:0, þeim í vil. Ólaf­ur Hauk­ur Gísla­son varði rétt áðan ví­tak­asti Finns Inga Stef­áns­son­ar, leik­manns Gróttu. Vals­menn nú komn­ir í sókn og eiga mögu­leika á að bæta við fimmta mark­inu.

1. Leik­ur­inn er haf­inn. Vals­menn byrja með knött­inn. Sig­urður Eggerts­son skor­ar fyrsta markið fyr­ir Val. Grótta byrj­ar í 6/​0 vörn en Vals­menn í í 5/​1 vörn gegn miðju­manni Gróttu, Arn­ari Frey Theo­dórs­syni. Sig­urður  bætti við öðru marki Vals, 2:0, eft­ir tvær mín­út­ur.

Verið er að kynna leik­menn til leiks. Meðal leik­manna Vals er Dag­ur Sig­urðsson, fyrr­ver­andi fyr­irliði ís­lenska landsliðsins í hand­knatt­leik, nú­ver­andi landsliðsþjálf­ari Aust­ur­rík­is og næsti þjálf­ari þýska 1. deild­arliðsins Füch­se Berlín.

Tveir leik­menn Gróttu hafa leikið  með Val; Ægir Hrafn Jóns­son og Atli Rún­ar Steinþórs­son.

Dóm­ar­ar leiks­ins eru Ingvar Guðjóns­son og Jón­as Elías­son.

Það er á að giska 1.500 áhorf­end­ur á mætt­ir í Laug­ar­dals­höll nú þegar 10 mín­út­ur eru þar til flautað verður til leiks. Stuðnings­menn Gróttu virðast í fljótu bragði vera fjöl­menn­ari.

Sigurður Eggertsson á fleygiferð í bikarúrslitaleiknum í dag.
Sig­urður Eggerts­son á fleygi­ferð í bikar­úr­slita­leikn­um í dag. mbl.is/Ó​mar
Valsarinn Heimir Örn Árnason skýtur á mark Gróttu en Brynjar …
Vals­ar­inn Heim­ir Örn Árna­son skýt­ur á mark Gróttu en Brynj­ar Örn Árna­son er til varn­ar. mbl.is/Ó​mar
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, baðar úr höndunum. Hann á …
Óskar Bjarni Óskars­son, þjálf­ari Vals, baðar úr hönd­un­um. Hann á vafalu­ast eft­ir að vera með vel á nót­un­um í dag í úr­slita­leik bik­ar­keppn­inn­ar. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert