Víkingur er fallinn

Ragnar Hjaltested skoraði 11 mörk fyrir HK:
Ragnar Hjaltested skoraði 11 mörk fyrir HK: mbl.is/Kristinn

HK vann í kvöld þriggja marka sig­ur á Vík­ingi, 29:26 í N1 deild karla í hand­knatt­leik í leik sem fram fór í Vík­inni. Þegar aðeins þrjár um­ferðir eru eft­ir í deild­inni hef­ur Vík­ing­ur nú aðeins 5 stig á botni deild­ar­inn­ar og get­ur ekki náð Stjörn­unni að stig­um sem er í 7. sæti. Er þar með ljóst að Vík­ing­ar eru þegar falln­ir í 1. deild og munu leika þar á næsta leiktíma­bili.

Mbl.is var á staðnum og lýsti því sem fyr­ir augu bar í beinni texta­lýs­ingu. 

LEIK LOKIÐ. Leikn­um lauk með sigri HK, 29:26. Ragn­ar Hjaltested var marka­hæst­ur í liði HK með 11 mörk og næst­ur hon­um kom Ein­ar Ingi Hrafns­son með 6 mörk. Hjá Vík­ingi var Sverr­ir Her­manns­son marka­hæst­ur með 10 mörk.

59. Hér er allt að leys­ast upp í vit­leysu. HK ætlaði að taka leik­hlé, höfðu hins veg­ar misst bolt­ann þegar leik­hléið var flautað. Allt varð brjálað og mik­il reikis­stefna við rit­ara­borðið sem endaði þó með því að HK fékk leik­hléið sitt. Vík­ing­ar brjálaðir og átti bæði Mar­grét Theó­dórs­dótt­ir eft­ir­litsmaður leiks­ins og Haf­steinn Ingi­bergs­son ann­ar dóm­ari leiks­ins í orðaskaki við áhorf­end­ur.

52. Valdi­mar Fann­ar Þórs­son skoraði sitt fyrsta mark og jók mun­inn í sex mörk fyr­ir HK, 20:26. Sjald­an sem jafn lítið fer fyr­ir Valdi­mar í leik HK og í kvöld.

50. Bæði lið láta margt fara í taug­arn­ar á sér síðustu mín­út­urn­ar og alls ekki boðið upp á neina flug­elda­sýn­ingu. Staðan er 20:25 eft­ir að Ragn­ar Hjaltested skoraði sitt tí­unda mark úr leikn­um. Tals­vert þarf að ger­ast til að Vík­ing­ur tak­ist að ná stigi út úr þess­um leik.

45. HK hef­ur náð öll­um tök­um á leikn­um og hafa nú náð sex marka for­ystu eft­ir að Ragn­ar Hjaltested skoraði fyr­ir HK úr ví­tak­asti. Hef­ur Ragn­ar nú skorað 9 mörk fyr­ir HK það sem af er leikn­um

40. Vík­ing­ar hafa aðeins vaknað aft­ur til líf­ins og minnkað mun­inn í tvö mörk, 16:18.

38. Lé­leg nýt­ing hjá báðum liðum á sókn­um sín­um hef­ur ein­kennt fyrstu mín­út­ur síðari hálfleiks. HK hef­ur þó betri tök á leikn­um og hef­ur fjög­urra marka for­ystu, 18:14.

32. Vík­ing­ur­inn Hreiðar Har­alds­son skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og minnkaði mun­inn í 13:15.

FYRRI HÁLFLEIK LOKIÐ. HK hef­ur yfir í hálfleik gegn Vík­ingi, 15:12. Vík­ing­ar hófu leik­inn bet­ur og höfðu eins til þriggja marka for­ystu þar til í stöðunni 9:7 þegar þeir hófu að gefa eft­ir. Það nýttu HK-ing­ar sér, sem höfðu ekki verið beitt­ir fram að því. Skoraði þá HK fimm mörk í röð og breyttu stöðunni sér í hag og hafa nú yfir í hálfleik.

30. Stór­merk­in ger­ast, því varn­ar­tröllið Sig­ur­geir Árni Ægis­son af öll­um mönn­um skoraði fyr­ir HK, eft­ir hraðaupp­hlaup og jók mun­inn í 11:15.

29. Mun­ur­inn á liðunum er nú tvö mörk, 11:13.

27. HK hef­ur skorað síðustu fimm mörk leiks­ins og breytt stöðunni úr 9:7 í 9:12. Við það tók Ró­bert Sig­hvats­son þjálf­ari Vík­ings leik­hlé.

23. HK er nú komið tveim­ur mörk­um yfir, 11:9. Gunn­ar Steinn Jóns­son skoraði fyrst eft­ir hraðaupp­hlaup og Ragn­ar Hjaltested síðan úr ví­tak­asti og jók þar með mun­inn í tvö mörk.

21. Gunn­ar Steinn Jóns­son skoraði af lín­unni fyr­ir HK og jafnaði þar með met­in, 9:9.

18. Vík­ing­ar eru skref­inu á und­an enn sem komið er og hafa nú tveggja marka for­ystu, 9:7.

14. HK hef­ur bitið frá sér og Ragn­ar Hjaltested gert tvö mörk í röð úr hægra horn­inu og minnkað þar með mun­inn í 6:5.

12. Davíð Georgs­son skoraði sitt þriðja mark í leikn­um og kom Vík­ing­um í stöðuna 6:3.

10. Björn Viðar varði skot eft­ir hraðaupp­hlaup HK og Þröst­ur Þrá­ins­son kom Vík­ing­um svo í 5:3 með marki úr hægra horn­inu. Þá fékk Sver­re Jak­obs­son tveggja mín­útna brott­vís­un við sama tæki­færi.

8. Björn Viðar Björns­son markvörður Vík­ings varði ví­tak­ast frá Valdi­mar Fann­ari Þórs­syni. 

7. Davíð Georgs­son kem­ur Vík­ingi yfir á nýj­an leik, 4:3.

6. Ásbjörn Stef­áns­son jafnaði fyr­ir HK í 3:3 eft­ir mark úr hægra horn­inu.

5. Ein­ar Ingi Hrafns­son jafnaði fyr­ir HK, 2:2 með marki af lín­unni en Sveinn Þor­geirs­son var fljót­ur að svara með flottu marki fyr­ir Vík­inga, staðan því 3:2.

3. Sverr­ir Herm­ans­son kom Vík­ingi aft­ur yfir, 2:1 með marki úr ví­tak­asti.

2. Ragn­ar Hjaltested jafnaði fyr­ir HK með marki úr gegn­um­broti, 1:1.

1. Vík­ing­ar byrjuðu með bolt­ann og var það Davíð Georgs­son sem skoraði fyr­ir þá fyrsta mark leiks­ins af lín­unni í þeirra fyrstu sókn, 1:0.

Sveinn Þorgeirsson og félagar í Víkingi leika í 1. deild …
Sveinn Þor­geirs­son og fé­lag­ar í Vík­ingi leika í 1. deild næsta vet­ur. mbl.is/​hag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert