Arnór Atlason er tognaður í læri og leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Makedóníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Skopje í kvöld. Að sögn Einars Þorvarðarsonar framkvæmdastjóra HSÍ tognaði Arnór í lærinu á æfingu í gærkvöld og er ekki leikfær.
Reikna má með að FH-ingurinn Aron Pálmarsson og Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson komi til að fylla skarð Arnórs í sóknarleiknum og þá gæti Guðjón Valur Sigurðsson leyst þá stöðu líka en hann hefur af og til spilað í skyttustöðunni með íslenska landsliðinu og hefur gert það einnig með Rhein-Neckar Löwen-liðinu.
Alexander Petersson, Logi Geirsson, Sigfús Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson voru fyrir á sjúkralistanum og spilar enginn þeirra í kvöld, Vignir Svavarsson tekur út leikbabann og Ólafur Stefánsson gefur ekki kost á sér.