Dómarar á landsleik Íslendinga og Eistlendingar í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla á sunnudag koma frá Færeyjum. Það eru Eydun Lindenskov Samuelsen og Andreas Falkvard Hansen.
Þeir félagar eru þrautreyndir og hafa dæmt marga leiki jafnt á Evrópumótum félagsliða sem landsliða. Leindenskov og Hansen er reyndustu handknattleiksdómarar Færeyinga um þessar mundir. Þetta verður í fyrsta sinn sem færeyskir dómarar dæma landsleik hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni stórmóts.
Eftirlitsmaður á leiknum verður Daninn Finn Østerball. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 16.