Ísland vann stórsigur á Eistlandi

Rúnar Kárason sækir að vörn Eistlands í leiknum í dag.
Rúnar Kárason sækir að vörn Eistlands í leiknum í dag. mbl.is/Golli

Ísland átti í engum vandræðum með að leggja Eistland að velli, 38:24, í 3. riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik karla á Ásvöllum í dag. Með sigrinum komust Íslendingar í efsta sæti riðilsins, jafnir Norðmönnum að stigum en með betri markatölu.

Ísland var án margra af sínum sterkustu leikmönnum en það kom ekki að sök en sigurinn var aldrei í hættu og gerðu íslensku strákarnir út um leikinn strax í fyrri hálfleik þar sem þeir náðu 12 marka forystu, 20:8. Þeir spiluðu öfluga vörn gegn ráðalausum leikmönnum eistneska liðsins og nýttu hraðaupphlaupin sín vel.

Ásgeir Örn Hallgrímsson fann sig vel á sínum gamla heimavelli, Ásvöllum, og var markahæstur Íslendinga með sjö mörk. Næstur honum var Aron Pálmarsson með sex mörk og Guðjón Valur Sigurðsson gerði fimm.Guðmundur Guðmundsson þjálfari var hins vegar duglegur við að skipta mönnum inná og stóðu leikmenn sig flestir með mikilli prýði.

Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is og fer hún hér á eftir. Ítarlega verður fjallað um leikinn í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

Ísland 38:24 Eistland opna loka
60. mín. Eistland fékk 2 mínútur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert