Aron í aðgerð hjá Kiel

Aron Pálmarsson, leikmaður FH, í baráttu við samherja sinn úr …
Aron Pálmarsson, leikmaður FH, í baráttu við samherja sinn úr landsliðinu, Sverre Jakobsson, leikmann HK. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Pálmarsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi úr FH, gengst undir aðgerð á hægra hné í Kiel í Þýskalandi á mánudaginn. Laga á sin sem liggur frá hnénu. „Þetta er ekkert alvarlegt og ég reikna með að verða klári í slaginn með landsliðinu í undankeppni EM í júní," sagði Aron í samtali við Morgunblaðið. 

FH-liðið er úr leik í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn og því hentar það Aroni vel að fara í þessa aðgerð núna. Hann segist hafa fundið fyrir eymslum í sininni í vetur en þetta hafi orðið verra eftir landsleikina fyrir skömmu. „Ég sagði Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, frá hvernig í pottinn væri búið. Hann bað mig að koma strax út og láta lækna  Kielar-liðsins skoða málið. Þeir mátu þetta á sama veg og læknarnir heima. Næsta skref er aðgerðin sem verður gerð  á mánudaginn hér úti í Kiel," segir Aron ennfremur en hann gengur til liðs við þýsku meistarana í sumar. 

Endurhæfingin fer fram hér á landi og verður í umsjá Elís Þórs Rafnssonar, sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins. 

Aron verður þar af leiðandi ekki með íslenska 21 árs landsliðinu sem tekur þátt í forkeppni heimsmeistaramótsins í Hollandi um páskana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert