Aron í aðgerð hjá Kiel

Aron Pálmarsson, leikmaður FH, í baráttu við samherja sinn úr …
Aron Pálmarsson, leikmaður FH, í baráttu við samherja sinn úr landsliðinu, Sverre Jakobsson, leikmann HK. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Pálm­ars­son, hand­knatt­leiksmaður­inn efni­legi úr FH, gengst und­ir aðgerð á hægra hné í Kiel í Þýskalandi á mánu­dag­inn. Laga á sin sem ligg­ur frá hnénu. „Þetta er ekk­ert al­var­legt og ég reikna með að verða klári í slag­inn með landsliðinu í undan­keppni EM í júní," sagði Aron í sam­tali við Morg­un­blaðið. 

FH-liðið er úr leik í keppn­inni um Íslands­meist­ara­titil­inn og því hent­ar það Aroni vel að fara í þessa aðgerð núna. Hann seg­ist hafa fundið fyr­ir eymsl­um í sin­inni í vet­ur en þetta hafi orðið verra eft­ir lands­leik­ina fyr­ir skömmu. „Ég sagði Al­freð Gísla­syni, þjálf­ara Kiel, frá hvernig í pott­inn væri búið. Hann bað mig að koma strax út og láta lækna  Kiel­ar-liðsins skoða málið. Þeir mátu þetta á sama veg og lækn­arn­ir heima. Næsta skref er aðgerðin sem verður gerð  á mánu­dag­inn hér úti í Kiel," seg­ir Aron enn­frem­ur en hann geng­ur til liðs við þýsku meist­ar­ana í sum­ar. 

End­ur­hæf­ing­in fer fram hér á landi og verður í um­sjá Elís Þórs Rafns­son­ar, sjúkraþjálf­ara ís­lenska landsliðsins. 

Aron verður þar af leiðandi ekki með ís­lenska 21 árs landsliðinu sem tek­ur þátt í for­keppni heims­meist­ara­móts­ins í Hollandi um pásk­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert