Enn einn sigurinn hjá Alfreð og Kiel

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. mbl.is/ÞÖK

Þýska handknattleiksliðið Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar, vann í dag sinn 26. sigur í þýsku 1. deildinni í handknattleik á leiktíðinni þegar liðið lagði Füsche Berlin, 34:25, í Berlín. Kiel var með átta marka forskot, 17:9, í hálfleik. Kiel er lang efst í þýsku 1. deildinni og á meistaratitilinn vísan þótt það eigi enn sjö leiki eftir. Liðið hefur aðeins tapað einu stigi í 27 leikjum og hefur 14 stiga forskot á næsta lið, HSV Hamburg, sem reyndar á tvo leiki til góða á lærisveina Alfreðs. 

Igor Anic og Christian Zeitz voru markahæstir i liði Kiel, skoruðu sjö mörk hvor. Nikola Karabatic kom næstur með 5 mörk. Michal Kubisztal gerði sjö mörk fyrir Berlínarliðið og var markahæstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert