Ekki sýnt beint vegna kosninganna

Haukar og Fram mætast í úrslitakeppninni í kvöld.
Haukar og Fram mætast í úrslitakeppninni í kvöld. mbl.is/Kristinn

Mikillar óánægju gætir innan handknattleikshreyfingarinnar vegna þess að engar beinar sjónvarpsútsendingar verða frá undanúrslitum Íslandsmóts karla og kvenna í handknattleik, N1-deildinni. HSÍ er með samning við RÚV um útsendingar frá kappleikjum í deildinni en RÚV telur sig ekki geta sýnt beint frá leikjum í undanúrslitum þar sem tækjabúnaður og starfsmenn eru uppteknir við vinnu vegna alþingiskosninga sem fram fara 25. apríl.

Undanúrslit karla hefjast í kvöld og hjá konunum á laugardag.

„Þegar við skipulögðum Íslandsmótið í haust voru kosningar 25. apríl ekki inni í myndinni hjá okkur. Kosningarnar eru ástæðan fyrir því að ekki verður sýnt frá undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, mjög þungur á brún í gær.

Einnig reyndi HSÍ að fá beinar útvarpslýsingar frá leikjum í undanúrslitum en slíkt hlaut heldur ekki hljómgrunn innnan RÚV.

Mbl.is mun fylgjast grannt með úrslitakeppni karla og kvenna með beinum textalýsingum frá öllum leikjum og viðtölum við leikmenn og þjálfara strax í leikslok, auk ítarlegrar umfjöllunar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert