Handboltaleikirnir í beinni útsendingu

Valur og HK mætast kl. 19.15.
Valur og HK mætast kl. 19.15. mbl.is/Ómar

Eins og fram hefur komið verða ekki beinar sjónvarpsútsendingar frá leikjunum í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. Það verður hinsvegar hægt að horfa á þá í beinum útsendingum á netinu, m.a. hér á mbl.is.

Handknattleikssamband Íslands hefur komið þessu í kring í samvinnu við félögin og mbl.is mun tengja útsendingarnar við sínar hefðbundnu textalýsingar frá báðum leikjum kvöldsins.

Sjá nánar frétt á vef HSÍ.

Valur TV hefur viðamikla dagskrá strax kl. 18.00, með viðtölum við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn, og ýmisskonar umfjöllun til viðbótar um leik Vals og HK, sem síðan hefst kl. 19.15.

Frá og með kl. 19.15 verður síðan einnig sent út frá leik Hauka og Fram á Ásvöllum þar sem Valtýr Björn Valtýsson mun lýsa því sem fyrir augu ber.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert