Góður útisigur Aftureldingar

Leikmenn Aftureldingar höfðu góða ástæðu til að fagna í kvöld.
Leikmenn Aftureldingar höfðu góða ástæðu til að fagna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding vann góðan útisigur á Selfossi í fyrsta umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild karla í handknattleik í kvöld, 31:24. Þarf liðið því aðeins einn sigur enn til að tryggja sér sæti í úrslitaleikjunum um sæti í efstu deild.

Markahæstir Selfyssinga voru Guðmundur Árni Ólafsson með sex mörk og Helgi Héðinsson með fimm. Hjá gestunum gerði Bjarni Aron Þórðarson átta mörk en Jóhann Jóhannsson gerði sex.

„Munurinn lá í markvörslunni, við vörðum aðeins um sex bolta, meðan þeir voru að verja 17 skot. Annars kom mest á óvart hversu mitt lið var slappt, mér fannst við vera eins og KR í bikarúrslitunum í körfunni, hræddir við að tapa. Það er 100% ástæðan fyrir þessari niðurstöðu. Við erum með betra handboltalið, en í kvöld var það andlega hliðin sem klikkaði. Og ef við vinnum ekki næsta leik þá eigum við bara ekki erindi í efstu deild, þó svo við viljum meina það sjálfir. En við verðum þá líka að sýna það í verki,“ sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Selfyssinga eftir leikinn í kvöld.

Næsti leikur verður á sunnudag klukkan 16.30 að Varmá í Mosfellsbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert