Beinar útsendingar í kvöld

HK og Valur mætast í Digranesi í kvöld.
HK og Valur mætast í Digranesi í kvöld. mbl.is/Golli

Handknattleikssamband Íslands hefur áfram forgöngu um að leikirnir í úrslitakeppni karla verði aðgengilegir í beinum útsendingum á netinu. Tenglar á þær verða aðgengilegar á vef HSÍ og hér á mbl.is þegar nær dregur leikjunum.

Það verða reyndir lýsendur á ferð að þessu sinni því Valtýr Björn Valtýsson lýsir leik HK og Vals í Digranesi og Snorri Sturluson lýsir leik Fram og Hauka í Framhúsinu. Útsendingarnar hefjast kl. 19.15 og þá fara einnig af stað beinar textalýsingar hér á mbl.is. Leikirnir sjálfir hefjast kl. 19.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert