Þýsku meistararnir í Kiel lögðu Evrópumeistara Ciudad Real, 39:24, í fyrri úrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. Leikurinn var afar sveiflukenndur en staðan í hálfleik var, 18:12, Kiel í vil.
Það stefndi allt í æsispennandi lokamínútur eftir að Ciudad Real náði að jafna metin í 32:32 en heimamenn áttu magnaðan endasprett og náðu að innbyrða fimm marka sigur. Ólafur Stefánsson skoraði síðasta mark leiksins en hann skoraði 6 mörk í leiknum. Frakkinn Jarome Fernandez var markahæstur hjá Evrópumeisturunum með 8 mörk.
Filip Jicha var markahæstur í liði lærisveina Alfreðs Gíslasonar með 9 mörk og næstur kom Vid Kavticnik með 8 mörk.