Ólafur vonast eftir fullkomnum endi

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Golli

„Við munum leggja okkur alla fram í þennan leik til að hefna fyrir tapið í fyrri leiknum,“ segir Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, og leikmaður Ciudad Real um síðari leikinn við Alfreð Gíslason og lærisveina hans hjá Kiel.

Þetta er haft eftir Ólafi á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins. Ólafur segir liðið hafa gert mistök í fyrri leiknum. „Við spiluðum ekki eins og við erum vanir en höfum nú lagfært það sem miður fór og við getum alveg unnið þetta,“ segir Ólafur.

„Það yrði fullkominn endir á góðri dvöl hér á Spáni, að verða Evrópumeistari í dag,“ segir Ólafur.

Þegar sömu lið áttust við í úrslitum í fyrra gerði Ólafur 12 mörk í seinni leiknum og vann leikinn svo til upp á sitt einsdæmi. 

Fyrri leikurinn, sem var í Kiel, endaði 39:34 fyrir Kiel þannig að Ciudad þarf að vinna með fimm mörkum, skori Kiel ekki fleiri en 33 mörk, en annars með sex mörkum. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á Rúv.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert