Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari A landsliðs karla hefur valið liðið sem leikur gegn Belgíu miðvikudaginn í undankeppni Evrópumótsins 2010. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn en Ísland mætir síðan Noregi sunnudaginn 14. júní á Íslandi. Ólafur Stefánsson er ekki í leikmannahópnum en Guðmundur hefur ítrekað óskað eftir því að hann taki þátt í næstu leikjum liðsins. Heiðmar Felixson er á ný í landsliðinu eftir langt hlé en mikið er um meiðsli í íslenska liðinu.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld
Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Flensburg
Andri Stefan, Haukum
Aron Pálmarsson, FH
Fannar Friðgeirsson, Val
Guðjón Valur Siguðrsson, Rhein-Neckar Löwen
Heiðmar Felixson, Hannover-Burgdorf
Ingimundur Ingimundarson, Minden
Ragnar Óskarsson, Dunkerque
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Rúnar Kárason, Fram
Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Sverre Jakobsson, HK
Vignir Svavarsson, Lemgo
Þórir Ólafsson, Lübbecke