Heiðmar í landsliðshóp Guðmundar

Heiðmar Felixson.
Heiðmar Felixson. mbl.is

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari A landsliðs karla hefur valið liðið sem leikur gegn Belgíu miðvikudaginn í undankeppni Evrópumótsins 2010. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn en Ísland mætir síðan Noregi sunnudaginn 14. júní á Íslandi.  Ólafur Stefánsson er ekki í leikmannahópnum en Guðmundur hefur ítrekað óskað eftir því að hann taki þátt í næstu leikjum liðsins. Heiðmar Felixson er á ný í landsliðinu eftir langt hlé en mikið er um meiðsli í íslenska liðinu.

Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld
Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Flensburg
Andri Stefan, Haukum
Aron Pálmarsson, FH
Fannar Friðgeirsson, Val
Guðjón Valur Siguðrsson, Rhein-Neckar Löwen
Heiðmar Felixson, Hannover-Burgdorf
Ingimundur Ingimundarson, Minden
Ragnar Óskarsson, Dunkerque
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Rúnar Kárason, Fram
Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Sverre Jakobsson, HK
Vignir Svavarsson, Lemgo
Þórir Ólafsson, Lübbecke


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert