„Það eru miklir erfiðleikar í gangi hjá okkur“

Guðmundur Þ. Guðmundsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson. Morgunblaðið/ Brynjar Gauti

„Það þýðir ekkert að vera í neinum Pollýönnuleik. Það eru miklir erfiðleikar í gangi hjá okkur, það verður bara að segja það hreint út,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik sem í gær tilkynnti 21 manns hóp fyrir fjóra síðustu leiki Íslands í undankeppni EM í Austurríki sem fram fara 10. til 21. júní.

Mikil forföll eru í hópnum vegna meiðsla en þó gefur leikstjórnandinn mikilvægi Snorri Steinn Guðjónsson kost á sér þrátt fyrir að vera varla búinn að ná sér af meiðslum.

„Ég hef aldrei upplifað það, hvorki sem leikmaður eða þjálfari, að það séu jafnmargir lykilmenn frá vegna meiðsla á sama tíma og að það séu jafnframt nokkrir lykilmenn nýkomnir úr meiðslum eða tæpir vegna meiðsla,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Einar Hólmgeirsson, Logi Geirsson, Sigfús Sigurðsson og Sturla Ásgeirsson eru allir frá vegna meiðsla og þá gefur Ólafur Stefánsson ekki kost á sér.

Nánar er rætt við Guðmund í Morgunblaðinu í dag

  

  

Landsliðshópur Íslands fyrir EM-leikina

MARKVERÐIR:

Björgvin Páll Gústavss., Bittenfeld

Hreiðar Levý Guðmunds, Sävehof

AÐRIR LEIKMENN:

Vignir Svavarsson, Lemgo

Andri Stefan, Haukum

Guðjón Valur Sigurðsson, Löwen

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Heiðmar Felixson, Burgdorf

Alexander Petersson, Flensburg

Sverre Jakobsson, HK

Róbert Gunnarss., Gummersb.

Ingimundur Ingimundars., Minden

Þórir Ólafsson, N-Lübbecke

Árni Þór Sigtryggsson, Akureyri

Ragnar Óskarsson, Dunkerque

Aron Pálmarsson, FH

Rúnar Kárason, Fram

Stefán B. Stefánsson, Fram

Kári Kristjánsson, Haukum

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Fannar Friðgeirsson, Val

Freyr Brynjarsson, Haukum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert