Ólafur í liði ársins á Spáni

Ólafur Stefánsson reynir að snúa á Junían Carcía, landsliðsmann Spánar …
Ólafur Stefánsson reynir að snúa á Junían Carcía, landsliðsmann Spánar og leikmann Barcelona, í landsleik. Þeir eiga báðir sæti í úrvalsliði spænsku deildarinnar. Brynjar Gauti

Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið ársins í spænska handknattleiknum en niðurstaðan kjörsins var birt í dag. Þetta er í þriðja sinn sem Ólafur hlýtur þennan heiður en fráfarandi lið hans Ciudad Real, var sigursælt í kjörinu. Það er með fjóra af sjö leikmönnum í úrvalsliðinu auk þess sem Talant Dusjebaev var kjörinn þjálfari ársins og Didier Dinart besti varnarmaðurinn.

Það voru lesendur heimasíðu spænsku 1. deildarinnar, Liga Asobal, sem tóku þátt í kosningunni sem stóð yfir í hálfan mánuð.

Niðurstöður kosningarinnar voru þessar. Atkvæðahlutfall er innan sviga.

Markverðir:

1. Arpad Sterbik (Ciudad Real, 29.3 %)

2. José Javier Hombrados (Ciudad Real, 10.3 %)

3. Mirko Alilovic (Reale Ademar León, 9.4 %)

Skyttur vinstra megin:

1. Jerôme Fernandez (Ciudad Real, 15.4 %)

2. Siarhei Rutenka (Ciudad Real, 14.3 %)

3. Nikola Prce (Octavio Pilotes Posada, 10.6 %)

Leikstjórnendur:

1. Dani Sarmiento (Reale Ademar León, 35.4 %)

2. Chema Rodriguez (Ciudad Real, 6.4 %)

3. Oscar Perales (Pevafersa Valladolid, 6.2 %)

Skyttur hægra megin:

1. Ólafur Stefánsson (Ciudad Real, 30.9 %)

2. Laszlo Nagy (FC Barcelona, 19.9 %)

3. Denis Buntic (Reale Ademar León, 9.9 %)

Vinstra horn:

1. Juanín García (FC Barcelona, 29.0 %)

2. Martin Stranovsky (Reale Ademar León, 23.2 %)

3. Jonas Källman (Ciudad Real, 21.3 %)

Línumenn:

1. Hector Castresana (Reale Ademar León, 12.7 %)

2. Julen Aguinagalde (Reale Ademar Léon, 11.4 %)

3. Jesper Nøddesbo (FC Barcelona, 8.4 %)

Hægra horn:

1. Luc Abalo (Ciudad Real, 41.6 %)

2. Denis Krivosjlikov (Reale Ademar León, 8.7 %)

3. Albert Rocas (FC Barcelona, 8.6 %)

 Bestu varnarmenn:

1. Didier Dinart (Ciudad Real, 23.7 %)

2. Viran Morros (Ciudad Real, 8.3 %)

3. Danil Tsjernov (Reale Ademar León, 4.5 %)

Þjálfarar:

1. Talant Dusjebaev (Ciudad Real, 28.9 %)

2. Jordi Ribera (Reale Ademar León, 17.7 %)

3. Juan Carlos Pastor (Pevafersa Valladolid, 13.9 %)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert