Róbert: Ekkert annað en sigur kemur til greina

Róbert Gunnarsson, línumaður og einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins í …
Róbert Gunnarsson, línumaður og einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik. mbl.is/Frikki

„Nú er það bara það gamla góða sem gildir, að mæta dýrvitlausir til leiks, ná upp góðri vörn og keyra svolítið á Makedóníumennina. Til viðbótar þá er 17. júní og sökum þess kemur ekkert annað til greina en sigur,” segir línumaður íslenska landsliðsins, Róbert Gunnarsson, um viðureignina við Makedóníu í undankeppni EM í Laugardalshöll í dag.

„Verði hugarfarið rétt hjá okkur þá held ég að framundan sé góður dagur hjá okkur,” segir Róbert sem er klár í slaginn í þennan síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM í handknattleik. Sigur í dag tryggir íslenska liðinu farseðilinn til Austurríkis þar sem lokakeppni EM fer fram frá 19. –31. janúar á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert