U-21 árs landslið karla í handknattleik hélt í morgun til Grænlands þar sem liðið
leikur tvo vináttulandsleiki við Grænlendinga á laugardag og mánudag. Leikið verður annars vegar við A landslið Grænlands og hins vegar
við u-21 árs landsliðið en þessir leikir eru liður í
Sjálfstjórnarhátíð Grænlendinga. Íslenska liðið verður á Grænlandi í boði heimastjórnar landsins.
Leikirnir á Grænlandi eru kærkomnir en U21 árs landsliðið er um þessar mundir að búa sig undir heimsmeistaramótið sem fram fer í ágúst í Egyptalandi.
Hópurinn sem fór utan er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum,
Ingvar Guðmundsson, Val
og Sveinbjörn Pétursson, HK.