U21 árs liðið leikur á Grænlandi

Rúnar Kárason er einn þeirra sem skipar U21 árs landsliðið …
Rúnar Kárason er einn þeirra sem skipar U21 árs landsliðið sem leikur tvo leiki á Grænlandi á næstunni. Ómar Óskarsson

U-21 árs landslið karla í handknattleik hélt í morgun til Grænlands þar sem liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Grænlendinga á laugardag og mánudag. Leikið verður annars vegar við A landslið Grænlands og hins vegar við u-21 árs landsliðið en þessir leikir eru liður í Sjálfstjórnarhátíð Grænlendinga. Íslenska liðið verður á Grænlandi í boði heimastjórnar landsins.   Leikirnir á Grænlandi eru kærkomnir en U21 árs landsliðið er um þessar mundir að búa sig undir heimsmeistaramótið sem fram fer í ágúst í Egyptalandi.   Hópurinn sem fór utan er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum,
Ingvar Guðmundsson, Val og Sveinbjörn Pétursson, HK.

Aðrir leikmenn
Anton Rúnarsson, Akureyri,
Andri Heimir Friðriksson, ÍR,
Ásbjörn Friðriksson, FH, Bjarni Aron Þórðarson, Aftureldingu, Guðmundur Árni Ólafsson, Selfossi,
Hjálmar Þór Arnarsson, Víkingi,  Jóhann Karl Reynisson, Fram,
Oddur Grétarsson, Akureyri,
Orri Freyr Gíslason, Val,  Rúnar Kárason, Fram,
Sigurjón Björnsson, ÍR,
Þórður Rafn Guðmundsson, Haukum, Þröstur Þráinsson, Haukum.
Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert