Wilbek vill ekki mæta Íslandi

Ulrik Wilbek, hinn litríki landsliðsþjálfari Evrópumeistara Dana.
Ulrik Wilbek, hinn litríki landsliðsþjálfari Evrópumeistara Dana. Reuters

Í kvöld verður dregið í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Austurríki 19. - 31. janúar á næsta ári. Nafn Íslands er þeirra sem verður í pottinum þegar drátturinn fer fram. Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Dana, segist eiga sér draumariðil og hann vilji ekki mæta Íslandi í riðlakeppninni.

Danir eru í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. Wilbek segir það vera sinn draum að dragast í riðil með Rússum, heimamönnum og Úkraínu. 

„Rússland er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem ég vil helst mæta. Ástæðan er einfaldlega sú að það hafa ekki orðið neina framfarir hjá Rússum í langan tíma. Þeir eru bara alltaf eins og því þægilegt að leika gegn þeim," segir Wilbek við Politiken í morgun.

Aðrar þjóðir í öðrum styrkleikaflokki sem Wilbek og lærisveinar gætu dregist á móti eru Íslendingar, Spánverjar og Svíar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert